Um Arkitektúruppreisnina: Arkitektúruppreisnin er hreyfing sem á uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar. Hreyfingin vill endurvekja klassískan og hefðbundinn arkitektúr og vill að almenningur fái meira um það að segja hvernig byggingar í sínu nærumhverfi eigi að líta út. Hreyfingin, sem er á öllum Norðurlöndunum, hefur haft mikil áhrif á umræðu um arkitektúr í Skandinavíu og hefur umræða um arkitektúr meðal almennings aldrei verið meiri. Arkitektúr er eitthvað sem kemur öllum við, enda þurfum við öll að lifa við hann.
Nýbyggingakosning Arkitektúruppreisnarinnar 2021 var haldin frá 15. nóvember til 6. desember. Í heildina voru 2634 atkvæði. Kosið var í tveimur flokkum: fallegasta og ljótasta nýbygging Íslands árið 2021. Samskonar kosningar hafa verið haldnar á vegum Arkitektúruppreisnarinnar í Noregi og Svíþjóð, en einnig verður kosning um fallegustu og ljótustu nýbygginguna árið 2021 haldin af Arkitektúruppreisninni í Finnlandi. Arkitektúruppreisnin í Svíþjóð hefur kosið árlega um fallegustu og ljótustu nýbyggingarnar síðan 2016.
Fallegasta nýbygging Íslands árið 2021
Mjólkurbú Flóamanna við Eyraveg 1 á Selfossi
Mjólkurbú Flóamanna fékk 56% atkvæða
Arkitektar: Batteríið
Ljótasta nýbygging Íslands árið 2021
Austurhöfn í Reykjavík
Austurhöfn fékk 55% atkvæða í úrslitum
Arkitektar: T.ark
Þetta er í fyrsta sinn sem nýbyggingakosning af þessu tagi er haldin á Íslandi, en Arkitektúruppreisnin kom ekki hingað til lands fyrr en í september á þessu ári. Hreyfingin, sem mætti segja að sé samnorræn, vonast með þessum kosningum til að auka umræðu um arkitektúr og að fólk fái í auknu mæli að tjá sig um hvers konar arkitektúr þeim þykir fallegur og hver framtíð arkitektúrs á Íslandi sé.
Tilnefningar sem sendar voru inn um fallegustu nýbyggingu Íslands árið 2021:
Austurgata 36 í Hafnarfirði
Bláa húsið við Brúarstræti á Selfossi
Brúarstræti 1 á Selfossi
Edinborg við Brúarstræti á Selfossi
Flygenringshúsið við Brúarstræti á Selfossi
Friðriksgáfa á Selfossi
Gróska í Vatnsmýrinni í Reykjavík
Gula húsið við Brúarstræti á Selfossi
Hafnarbraut 14 í Kópavogi
Höfn við Brúarstræti á Selfossi
Hvíta og bláa húsið í miðbæ Selfoss
Ingólfur við brúarstræti á Selfossi
Mjólkurbú Flóamanna við Eyraveg 1 á Selfossi
Ný viðbygging Gamla Garðs í Reykjavík
Rauða húsið við Brúarstræti á Selfossi
Reykjavíkurapótek við Brúarstræti á Selfossi
Sigtún við Austurveg á Selfossi
Skólavörðustígur 36 í Reykjavík
Starhagi 3 í Reykjavík
Tilnefningar sem sendar voru inn um ljótustu nýbyggingu Íslands árið 2021:
Álalind 18-20 í Kópavogi
Austurhöfn í Reykjavík
Hafnarhúsið í Borgarfirði eystra
Hallgerðargata 5-9 (Stuðlaborg) í Reykjavík
Hótel Curio við Kirkjustræti í Reykjavík
Hús Vigdísar við Brynjólfsgötu 1 Reykjavík
Marriott hótel Reykjavík Edition
Nýlendugata 34 í Reykjavík
Nýtt siglingahús Nökkva við Drottningabraut á Akureyri
Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ
Sæmundargata 21 í Reykjavík
Suðurlandsbraut 72 í Reykjavík
Sunnusmári 25 í Kópavogi
2 svar på ”Nýbyggingakosning Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi 2021”